fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Brynhildur og Heimir selja litríka og sögufræga íbúð – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður hafa sett íbúð sína við Dunhaga á sölu.

Húsið er eitt af húsum arkitektsins Sigvalda Thordarsonar, sem var einn af fulltrúum módernismans í íslenskri byggingalist og þekktur fyrir að nota gulan, bláan og hvítan lit á áberandi hátt í verkum sínum.

Litapaletta hans á Dunhaga fékk að njóta sín og er loftið í stofunni gult, einnig er blár litur á hluta íbúðarinnar, sem fæst í Slippfélaginu og heitir Brynhildar-blár í höfuðið á íbúðareigandanum.

Íbúðin er fjögurra herbergja á 3. hæð og fylgja henni tvær leigueiningar og sérbílastæði. Mikil lofthæð er í íbúðinni og fallegt sjávarútsýni úr stofunni. Í henni er einnig fallegt skrautloft með innfelldri lýsingu. Hönnunarverk arkitektsins hafa verið varðveitt inni í íbúðinni og má meðal annars finna þar sófa og skáp sem hönnuð eru af Sigvalda. Fallegar tekkhurðir setja svip sinn á íbúðina og sexhyrndir gluggar setja sterkan svip á stigaganginn.

 

Íbúðin er björt, skemmtileg og litrík og sýnir vel að þar búa skemmtilegir og skapandi einstaklingar. Brynhildur leikur um þessar mundir í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu og Heimir er leikmyndahönnuður, sem hefur meðal annars unnið við Adrift mynd Baltasars Kormáks.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“