fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Bókakaffi – Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um hina dáðu Kapítólu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 13:00

Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar spurt er um uppáhaldsbók – eða kannski uppáhalds lestrarminningu – ber Kapítólu oft á góma. Hún hefur enda verið firnavinsæl á Íslandi og á sérstakan sess í hjörtum margra íslenskra lesenda.

Silja Aðalsteinsdóttir þýðandi, sem hafði umsjón með nýútkominni endurútgáfu á verkinu fjallar um hina dáðu Kapítólu á Bókakaffi í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 24. október kl. 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kapítóla kom fyrst fyrir sjónir Íslendinga í formi framhaldssögu í Heimskringlu á árunum 1896 og 1897, en hefur síðar verið gefin út í bókarformi – og það nokkrum sinnum. Í bókinni segir af fjörkálfinum snarráða, samnefndri Kapítólu, sem flyst af götum New York borgar til skapstirða majórsins Ira Warfield í Fellibyljahöll hans í Virginíu. Þar lendir hún í ekki síðri ævintýrum en tekst um leið að heilla alla upp úr skónum, jafnt karlfauskinn Warfield, sem reynir af veikum mætti að gera úr henni hefðardömu, sem ræningjaforingjann svarta Donald.

Höfundur Kapítólu, E.D.E.N. Southworth, skrifaði yfir sextíu sögur, en margar þeirra fjalla um sjálfstæðar og uppreisnargjarnar stúlkur, andstætt hugmyndum Viktoríutímabilsins um hvernig ungar stúlkur ættu helst að haga sér. Raunverulegt nafn höfundar var Emma Dorothy Eliza Nevitte Southworth, en hún var einhver víðlesnasti og hæst launaði rithöfundur Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldar.

Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Það er vinsæll liður í viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins. Þetta misserið verður litið um öxl: Við eltum Tinna til Sovétríkjanna og víðar; eigum endurfundi við hina dáðu Kapítólu; og hverfum loks aftur til 1918 í fylgd Sjón og Mána Steins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“