fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

10 atriði sem þú getur breytt strax í dag sem geta minnkað stress og gert þig heilbrigðari og hamingjusamari

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamingja og góð heilsa er eitthvað sem við viljum öll ná. Þetta tvennt er samofið og oft erfitt að ná öðru takmarkinu, ef hitt fylgir ekki með.

Það getur þó oft reynst erfitt í sítengdum hversdagsleikanum, þar sem við erum mikið upptekin og stressuð, að næla í hamingjuna.

Góðu fréttirnar eru þær að það þarf ekki að kosta miklar breytingar eða peninga til að verða hamingjusamari. Það er fullt af litlum hlutum sem þú getur byrjað að breyta strax í dag sem munu án efa leiða til þess að þú verður bæði hamingjusamari og spenntari um líf þitt.

1. Settu viðburði í dagatalið til að hafa eitthvað að hlakka til

Eru mánudagar að drepa þig? Gerðu plan um að fara í kaffi eða hádegismat með vinnufélaga eða vini, eða gerðu ráð fyrir að kíkja í bíó eða út að borða eftir vini með maka, vini eða fjölskyldu. Planið þarf ekki að vera stórt, bara eitthvað til að hlakka til seinna um daginn eða í vikunni.

2. Drekktu meira vatn

Þér líður betur og þegar þér líður betur þá ertu hamingjusamari.

3. Settu þér fyrir verkefni til að klára í hverri viku

Í stað þess að vera búin/n á því á sunnudag, þá finnst þér þú hafa áorkað einhverju. Verkefnin þurfa ekki að vera stór, sleppa því að borða nammi daglega, brosa til ókunnugra á hverjum degi. Prófaðu bara og sjáðu hvað gerist.

4. Borðaðu morgunmat alla daga

Og hafðu hann góðan. Hvort sem þú undirbýrð morgunmatinn daginn áður eða vaknar tíu mínútum fyrr á morgnana, sestu niður og borðaðu morgunmat, hann er góð byrjun á deginum.

5. Keyptu grænar plöntur

Þær fegra heimilið og létta lund og andrúmsloft.

6. Borðaðu meiri ís

Í alvöru, lífið er of stutt til að gera það ekki.

7. Hlustaðu á tónlist sem gerir þig hamingjusama/n

Tónlist hefur áhrif á skap okkar.

8. Búðu um rúmið á morgnana og dragðu frá gluggum

Þetta er létt áskorun til að byrja daginn og rúmið verður enn álitlegra til að skríða upp í á kvöldin.

9. Settu reglur varðandi snjalltæki og önnur tæki

Vertu strangur við þig og settu reglur um að hvenær þú loggar þig út, sérstaklega af samfélagsmiðlum. Taktu upp símann og hringdu frekar en að senda skilaboð. Eða lestu bók. Eða farðu og hittu einhvern yfir kaffibolla. Lífið snýst um það sem gerist utan samfélagsmiðla.

10. Farðu að sofa þegar þú ert þreytt/ur

Þú ert ekki að gera neinum neinn greiða með því að neyða þig til að vaka þegar hugur og líkami þarf hvíld. Og meiri svefn hefur jákvæð áhrif á húðina líka.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“