Hljómsveitin Sycamore Tree vinnur um þessar mundir að sinni annari breiðskífu í Los Angeles og Reykjavík. Stund á milli stríða býður upp á tækifæri til tónleikahalds.
Næsta laugardag, 27. október kl. 20, halda þau tónleika á Hard Rock Cafe Lækjargötu, þar sem þau munu leika lög af fyrstu plötu sinni sem og ný lög sem munu verða á skífunni sem kemur út á nýju ári.
Hljómsveitin hlaut margar tilnefningar og verðlaun á hlustendaverðlaunum nú fyrr á árinu og hafa fengið mikla spilun og fjölmörg lög þeirra rötuðu á vinsældarlista landsins. Lög eins og My Heart Beats For You, Don´t Let Go, Home, Trouble og Save your Kisses ættu að vera landsmönnum vel kunnug.
Hljómsveit kvöldsins skipa þau :
Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngur
Gunni Hilmars, gítar
Arnar Guðjónsson, bassi
Magnús Jóhann Ragnarsson , píanó
Strengjasveit skipa:
Chrissie Guðmundsdóttir
Matthías Stefánsson
Örnólfur Kristjánsson