fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sara Barðdal – „Af hverju flestir ná EKKI að breyta um lífsstíl“

Sara Barðdal Þórisdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Af hverju ná flestir EKKI markmiðunum sínum?

Af hverju setja sér allir áramótaheit um að ætla sér loksins að komast í „besta form lífs síns“ og enda síðan á andlitinu í byrjun febrúar? 

Það er ekkert eitt svar við því, engin ein töfralausn. EN það eru nokkrir hlutir sem við getum gert til þess að auka líkur á árangri, til þess að minnka áhættuna á að detta ofan í holu hindrana og komast ekki upp aftur.

Í dag langar mig að deila fjórum þeirra með þér í þeirri von að þú vandir betur markmiðasetninguna þína og hafir þetta í huga næst þegar þú ætlar að ráðast í nýtt verkefni eða gera tilraun til að breyta venjum, þá sérstaklega varðandi heilsuna.

1.Þú tengist þeim ekki nægilega og setur ekki í efstu forgangsröð

Eitt stórt atriði sem stoppar flesta við að ná markmiðunum sínum er að fólk tengist þeim ekki nógu miklum tilfinningalegum böndum. Þetta verður aldrei eitthvað sem það „verður að ná“ heldur er alltaf í flokknum „þetta væri næz“ eða „það væri nú gaman ef þetta mundi gerast.“

Sérðu muninn?

Á meðan þú notar orðalag eins og „ég ætla reyna“ eða kannski gæti þetta gerst“ ertu því miður að halda þér fastri á sama stað. Því það er svo auðvelt að gefast upp við fyrsta hliðarskref varðandi markmið sem þú hefur ekki tengst, og segir þá við sjálfan þig. „Nú jæja, ég reyndi að minnsta kosti.“

En þegar þú hefur tekið þessa innri ákvörðun um að þú ætlir eitthvað, og að það skuli gerast! Þá bakkar maður ekki við fyrstu hindrun sem kemur upp, því þær munu koma, það er eitt fyrir víst.

Segðu frekar við sjálfan þig „þú ætlir” og að „þú munir,“ þessi litla breyting á orðalagi og hvernig þú talar um markmiðin þín munu skipta sköpun.

2.Þú missir einbeitinguna og gleymir þér í rútínunni þinni

Annað atriði er að fólk missir fókus á “af hverju“ það byrjaði á ferðalaginu og af hverju þau vilja ná markmiðinu sínu. Hugurinn okkar er mjög auðveldlega afvegaleiddur, við erum fljót að missa einbeitingu, gleyma og byrja að elta næsta glansandi hlut. Það er upp á okkur komið að vera stöðugt að minna okkur á markmiðin okkar og af hverju við viljum ná þeim. Annars tekur gamall vani yfir og þú ert fljótt farin af nýju brautinni sem þú varst svo ákveðin í að fara í upphafi.

Skrifaðu þau á stað þar sem þú sérð þau daglega, settu þau upp myndrænt, í dagbókina þína eða á spegilinn. Hvað sem hentar þér best og virkar fyrir þig sem áminning.

 

 

  1. Þú hefur ekki trú á sjálfan þig

Margir eru á þeim stað í dag að þeir hafa ekki trú á að þeir munu nokkurn tíma ná markmiðunum sínum yfir höfuð. Þú hefur kannski sett þér markmið og klúðrað því svo oft að þú ert meðvitað eða ómeðvitað byrjuð að segja við sjálfan þig að „þú getir þetta ekki,“ „af hverju að reyna, ég klúðra öllu hvort eð er.“

Þarna erum við komin í slæman vítahring, fyrri tilraunir hafa mistekist og því eru framtíðar tilraunir dæmdar til að gera það sama, þar sem viðkomandi hefur misst alla trú á sjálfan sig um að vera fær um breytingar.

Ef þú ert á þeim stað þá hvet ég þig til þess að hugsa „af hverju ekki ég?”, „af hverju get ég ekki breyst eins og aðrir?”

Því það eru ótal mörg dæmi um fólk sem hefur náð fram varanlegum breytingum varðandi heilbrigðan lífsstíl, ég sjálf meðtalin, og endalaust af konum sem hafa verið í þjálfun, sem eru lifandi dæmi um að þetta er mögulegt! Sama hversu margar misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar í fortíðinni.

4. Fólk setur einungis markmið varðandi útlit

Þarna klikka margir! Því það er alls ekki nóg að setja aðeins markmið um kg. tölu eða six pack. Jú það getur hjálpað þér til að byrja með, en þegar erfiðu dagarnir koma upp og þig langar til þess að hætta, þá er það EKKI draumurinn um six packinn sem heldur þér á réttu brautinni.

Þú þarft að vilja eitthvað meira, betri lífsgæði, meiri orku, meira jafnvægi, betri heilsu, minni líkur á sjúkdómum, meiri styrk (innri og ytri), að vera góð fyrirmynd fyrir börnin þín, vera glaðari í daglegu lífi og svo framvegis.

Þú þarft að finna hvað það er fyrir þig og hafa það ofarlega í huga, því einungis kg tölur munu ekki vera nóg til þess að halda hvatningunni gangandi til lengri tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“