Á miðnætti á föstudag kom út ný sex laga plata frá Jóa Pé og Króla á Spotify. Platan sem heitir 22:40-08:16 kom aðdáendum þeirra skemmtilega á óvart, enda voru þeir félagar ekkert búnir að tilkynna komu hennar.
Nokkrir mánuðir eru síðan þriðja plata þeirra, Afsakið hlé, kom út, en þeir vinna nú að þeirri fjórðu.
Árið 2017 gáfu þeir út lagið B.O.B.A. sem sló rækilega í gegn og í kjölfarið kom út platan Gerviglingur sem fékk mikið lof. Fengu þeir meðal annars fern verðlaun Hlustendaverðlaununum 2018 fyrr á árinu fyrir besta lag ársins, besti flytjandi ársins, nýliði ársins og besta plata ársins.
Nokkrir mánuðir eru síðan önnur plata þeirra, Afsakið hlé, kom út, en þeir vinna nú að þeirri fjórðu.
Hlusta má á nýju plötuna hér fyrir neðan.