fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Guðrún Gunnars gefur út Eilífa tungl

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 16:30

www.danielstarrason.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gefur söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir út plötuna Eilífa tungl, en 9 ár eru liðin frá því síðasta sólóplata hennar kom út og var sú með lögum eftir sænska söngvaskáldið Cornelis Vreeswijk. Útgáfutónleikar verða á miðvikudag í Salnum Kópavogi.

„Mér finnst alltaf erfitt að flokka tónlist en get lýst þessari plötu kannski best sem rólegri,blíðlegri og þægilegri, falleg lög, fallegir textar,“ segir Guðrún í samtali við DV.  „Meðal annars nokkur ný íslensk lög og nokkur erlend lög með nýjum íslenskum textum.“

Meðal höfunda eru Aðalsteinn Ásberg, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Sigvaldi Kaldalóns, Sveinn Arnar Sæmundsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bragi Valdimar Skúlason. 

Útgáfutónleikar verða í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 24. október kl. 20.

Á útgáfutónleikunum verður flutt efni af nýju plötunni, en auk þess valin lög sem margir kannast við.

„Útgáfutónleikarnir verða blíðlegir og þægilegir með þessum fallegum lögum, engin læti. Ég verð með frábæra hljómsveit með mér,Gunnar Gunnarsson píanóleikari,Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari,Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Hannes Friðbjarnarson á trommur og slagverk og svo kemur fram Sönghópurinn við Fríkirkjuna og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.“

 

„Engin sérstök ástæða fyrir því að það líður svona langt á milli útgáfu, bara annir við annað,sosum ekki mikil geisladiskasala í gangi svo það lá ekki á,“ segir Guðrún aðspurð um af hverju liðu níu ár milli platna. „Ég gaf út fyrstu sólóplötuna mína komin yfir fertugt og þetta er mín fimmta núna, nú er ég 55 ára, svo maður er alveg rólegur. Ég er með svo frábæran útgefanda með mér, Aðalstein Ásberg hjá Dimmu og við höfum bæði trú á því að fólk vilji ennþá kaupa tónlist á geisladiskum, heildarverk sem inniheldur mikilvægar upplýsingar og  textana við lögin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram