Í dag hrindir Íslandsstofa af stað nýrri herferð sem kallast „Ísland frá A til Ö.“
„Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag,“ segir í tilkynningu.
Það eru 9 íslendingar sem koma fram í myndböndum herferðarinnar, sérfræðingar á ýmsum sviðum og má meðal annars sjá Elizu Reid, forsetafrú, Sævar Helga Bragason, stjörnufræðing og Vilborgu Örnu Gissurardóttur, útivistarkonu.
Elisa Reid forsetafrú segir frá hvernig er að búa á Íslandi.
Ólafur Örn Ólafsson segir frá matarmenningu landsins
Vilborg Arna Gissurardóttir segir frá útivist á Íslandi
Svanur Gísli Þorkelsson segir frá ferðum um Ísland
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur fræðir okkur um himininn og stjörnurnar
Stefanía G. Halldórsdóttir segir frá sjálfbærri orku
Erla Ósk Pétursdóttir segir frá sjálfbærri fæðu
Ragnheiður H. Magnúsdóttir segir frá nýsköpun
Georg Halldórsson segir frá íslenskum mat