Áður en frú Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta fékk hún brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám.
Þegar hún var í kosningabaráttunni árið 1980 var hún spurð hvort það myndi há henni í embætti að vera aðeins með eitt brjóst. Hún svaraði þessum fleygu orðum: „Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti.“
Og nú má versla boli með þessum fleygu orðum Vigdísar, en þeir fást hjá Krabbameinsfélagi Íslands, en Vigdís er verndari félagsins.
Frú Vigdís vann nauman sigur í kosningunum árið 1980, hún vann hins vegar hug og hjörtu þjóðarinnar og sat fjögur kjörtímabil.
Hún var fyrsta konan til að sinna embætti þjóðhöfðingja í heiminum.