fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Bakkavararbróðir kaupir eitt dýrasta hús landsins – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýður Guðmundsson, annar eigandi Bakkavarar, hefur keypt eitt dýrasta einbýlishús landsins, Skildinganes 44,  af Helgu Maríu Garðarsdóttur, stjórnarformanni Ægis sjávarfangs. Hún er eiginkona Ingvars Vilhjálmssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Kaupþings, en hjónin reka Ægir sjávarfang sem framleiðir niðursoðna þorkslifur.

Smartland greindi fyrst frá kaupum Lýðs á eigninni, en húsið við Skild­inga­nes er 456,7 fm að stærð, hannað af Sig­urði Hall­gríms­syni arki­tekt og byggt árið 2009. Húsið stendur við sjávarlóð í Skerjafirði og hafa inn­rétt­ing­arn­ar í hús­inu vakið at­hygli en þær hannaði Guðbjörg Magnús­dótt­ir. Helga María og Ingvar fluttu í húsið árið sem það var byggt.

Húsið er tvær hæðir; stór stofa, borðstofa, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrting og fataherbergi. Þá fylgir eigninni tvöfaldur bílskúr, gróinn garður, heitur pottur og útisturta.

Fyrirhugað fast­eigna­mat húss­ins 2019 er rúm­ar 250 millj­ón­ir, en verðmiðinn á húsinu var ekkert slor: 295 milljónir króna.

Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf. á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“