fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

GKR – Brakandi ferskir og grípandi textar

Babl.is
Fimmtudaginn 18. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Gaukur Grétuson eða GKR hefur verið á vörum margra íslenskra rapp aðdáenda frá því að lagið hans Morgunmatur sprakk út fyrir rúmum tveimur árum. Lagið innihélt ekki bara einfaldan, áhugaverðan og grípandi texta heldur var tónlistarmyndbandið  einstaklega vel unnið af GKR og Bjarna Felix Bjarnasyni.

GKR var á þessum tíma (og er enn í dag) að gera eitthvað brakandi ferskt sem hafði áður ekki verið mikið um hér heima á Íslandi. Allt frá MH tískustílnum hans yfir í einfalda, litríka og grípandi texta.

Fyrsta platan hans kom út sama ár og lagið Morgunmatur, en hún bar titilinn GKR. Platan var einstaklega vel unnin, enda fékk hún mjög góða dóma og töluverða athygli erlendis. GKR fór til dæmis í viðtal hjá Noisey og margar aðrar erlendar tónlistarsíður veittu honum athygli.

Það sem GKR gerði helst með fyrstu plötu sinni var að ryðja veginn fyrir nýjum rapp tónlistarmönnum til að ,,gera sitt thing” eins og hann segir í laginu Morgunmatur. GKR er frábært dæmi um að þú þarft ekki að fylgja trendum til að verða vinsæll og ef þú ert nógu áhugaverður og litríkur karakter þá mun listin sem þú gerir eflaust vera það líka.

Föstudaginn síðastliðinn gaf GKR út sitt fyrsta mixteip sem ber titilinn Útrás. Það eru kannski færri frekar en fleiri sem byrja á að gefa út plötur og fara svo yfir í mixteip útgáfuna, en GKR ætlar að vera einn af þeim fáu sem treður þá slóð.

Var minna mál að gera mixteip heldur en plötu?

,,Já mikið minna mál. Þetta var minna stress og meira chill, þetta vannst mjög fljótt. Hugmyndin kom þegar ég var í stúdíóinu með Starra sem pródúsaði allt og hann sagði að ég yrði að sleppa því að gefa út plötu og gera mixteip.”

GKR segir að lögin í Útrás innihaldi meiri reiði og dimmu heldur en hann hefur áður verið að vinna með í sínum lögum. ,,Þessvegna heitir mixteipið Útrás.”

Eftir útgáfuna á Útrás er GKR samt alls ekki á leiðinni í frí. ,,Ég er að fara að gefa út tónlistarmyndband með aðeins öðruvísi tónlist en ég hef vanalega verið að gera. Ég er að fara að vinna með Jóa Pé í plötu þar sem ég spila á flautu og hann á úgúlele. Öll trommuhljóðin verða búin til úr hljóðum úr handboltaleikjum.”

Það verður spennandi að fylgjast með þróun tónlistarinnar sem GKR gerir.

Hér má hlusta á Útrás í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“