fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Hressleikarnir 2018 – Safnað fyrir Fanney og fjölskyldu – Greindist með krabbamein á meðgöngu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hressleikarnir fara fram í 11. sinn þann 3. nóvember, en árlega er safnað fé til styrktar góðu málefni, fyrir einstakling, fjölskyldu eða málefni sem þarf á aðstoð nærsamfélagsins að halda.

Í ár var ákveðið að safna fyrir hjónin Fanney Eiríksdóttur og Ragnar Snæ Njálsson og börn þeirra þau Emilý Rósu 3 ára og Erik Fjólar þriggja vikna. Þess má einnig geta að Gyða Eiríksdóttir þjálfari í Hress er systir Fanneyjar.


Fanney og Ragnar hafa verið saman síðastliðin sjö ár. Verið dugleg að hreyfa sig og njóta lífsins. Í vor fengu þau þær gleðifréttir að þau ættu von á barni. Þegar Fanney var komin 20 vikur á leið greindist hún með leghálskrabbamein. Reynt var að meðhöndla meinið með lyfjagjöf svo meðgangan gæti gengið sinn vanagang.

Krabbameinið lét ekki að stjórn eins og óskað hafði verið eftir svo Erik Fjólar varð að koma í heiminn á 29. viku meðgöngunnar. Fanney hóf harða lyfja og geislameðferð tveimur vikum eftir keisaraskurð, við horfum bjartsýn fram á veginn og vonum að allt gangi að óskum.

Það er ljóst að verkefnin eru mörg hjá litlu fjölskyldunni. í kjölfarið af fæðingu fyrirbura og krabbameinsmeðferðar þurfa þau á kröftum hvors annar að halda og ekki auðvelt að stunda vinnu meðfram slíkum áskorunum. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að fara vel með sig.


Við í Hress ætlum að styðja fjölskylduna á Hressleikunum í ár.

Hressleikarnir verða eins og áður sagði haldnir 3. nóvember og er skráning á leikana hafin. Einnig verða seldar happdrættislínur og hefst sama á þeim 20. október.

Söfnunarreikningur Hressleikana 0135-05-71304, kennitala 540497-2149 og geta allir lagt inn á þann reikning hvort sem þeir taka þátt í Hressleikunum eða ekki.

Nánar um Hressleikana á www.hress.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“