Hjónin Hanna Kristín Skaftadóttir og Sindri Aron Viktorsson eiga von á stúlkubarni. Þau eiga fyrir þrjá stráka með fyrri mökum; hún tvo og hann einn.
Hanna Kristín vakti athygli þjóðarinnar fyrir ári þegar hún sagði opinberlega frá heimilisofbeldi sem fyrrverandi maki hennar, Magnús Jónsson, hafði beitt hana, bæði hér heima og í Texas.
Hanna Kristín og Sindri Aron giftu sig í lok apríl síðastliðinn. Sindri, sem er sjö árum yngri en Hanna, er að ljúka doktorsverkefni í læknisfræði og er kominn með stöðu á skurðlæknasviði Dartmouth-Hitchcock-háskólasjúkrahúss í New Hampshire í Bandaríkjunum, en hjónin eru búsett þar.
Við óskum Hönnu og Sindra innilega til hamingju.