Óhætt er að segja að kjánahrollur hafi hríslast um marga sem horfðu á borgarstjórnarfund í beinni nú eftir hádegi.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírati, flutti lítinn leikþátt þar sem hún hafði þýtt atriði úr Little Britain, nánar tiltekið einn af fjölmörgum sketsum sem ganga út á að tölvan segi nei. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en því er deilt af notenda YouTube sem kallar sig Silon.
Dóra Björt flutti öll hlutverk með tilheyrandi raddbreytingum. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar um atvikið á Twitter: „Íslandsmet í kjánahrolli án atrennu var slegið í pontu borgarstjórnar rétt í þessu af forseta borgarstjórnar með leikþættinum „Tölvan segi nei“.“