Málverk myndlistarmannsins Þránds Þórarinssonar af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í nábrók vakti mikla athygli og enn meiri þegar Þrándi var bannað að hengja það upp á afmælissýningu sinni í Hannesarholti, þar sem staðarhaldara þótti verkið ekki viðeigandi.
„Henni fannst þetta vera andstyggilegt verk sem ekki hætti heima þarna. Ég var ekkert sérlega hrifinn af því og finnst þetta vera fullmikil ritskoðun, að vera að fetta fingur út í hvaða verk ég set upp,“ sagði Þrándur í samtali við Fréttablaðið um þá uppákomu.
Nú geta hins vegar allir sem vilja fest kaup á eftirprentun á verkinu, en það er til sölu hjá Muses.is, fyrir litlar 9.200 kr. Myndin er prentuð á 250gr A2 Artic Volume örk og kostar sem fyrr segir 9.200 krónur án ramma.