Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlag er ásamt vinum sínum í hópi sem kalla sig Félag íslenskra fjallalækna. Á ferðum þeirra um landið tekur Ólafur Már jafnan myndir um lofti og hafa myndbönd hans vakið mikla eftirtekt og aðdáun, enda fegurð Íslands mikil.
Í sínu nýjasta myndbandi, Með okkar hjarta sumarið 2018, má sjá myndbrot af ferðum sumarins.
„Samspil ljóss og myrkurs hefur lengi heillað mig, hvernig skammdegi vetrar hreyfir við sálinni, hér á hjara veraldar, í landi hinna miklu andstæðna…. sem finnst oft best á því hvernig allt snýst við með hækkandi sól,“ segir Ólafur Már. „Á hverju sumri leggjumst við í ferðalög á hálendið og aðra afskekkta staði á Íslandi og leitum miðnætursólar, bjartra sumarnátta og friðsældar. Sækjum orku og kraft í okkar mögnuðu náttúru. Það er því vel við hæfi þegar húmar að, að láta hugann reika
aftur til sumarsins.“
Tónlistin sem hljómar undir er Chess eftir Benny Anderson.
Sumarið 2018 – Með okkar hjarta from Olafur Mar Bjornsson on Vimeo.