fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlag er ásamt vinum sínum í hópi sem kalla sig Félag íslenskra fjallalækna. Á ferðum þeirra um landið tekur Ólafur Már jafnan myndir um lofti og hafa myndbönd hans vakið mikla eftirtekt og aðdáun, enda fegurð Íslands mikil.

Í sínu nýjasta myndbandi, Með okkar hjarta sumarið 2018, má sjá myndbrot af ferðum sumarins.

„Samspil ljóss og myrkurs hefur lengi heillað mig, hvernig skammdegi vetrar hreyfir við sálinni, hér á hjara veraldar, í landi hinna miklu andstæðna…. sem finnst oft best á því hvernig allt snýst við með hækkandi sól,“ segir Ólafur Már. „Á hverju sumri leggjumst við í ferðalög á hálendið og aðra afskekkta staði á Íslandi og leitum miðnætursólar, bjartra sumarnátta og friðsældar. Sækjum orku og kraft í okkar mögnuðu náttúru. Það er því vel við hæfi þegar húmar að, að láta hugann reika
aftur til sumarsins.“

Tónlistin sem hljómar undir er Chess eftir Benny Anderson.

Sumarið 2018 – Með okkar hjarta from Olafur Mar Bjornsson on Vimeo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“