Elsa Nielsen grafískur hönnuður og myndlistarmaður hannar íslensku jólafrímerkin í ár. Elsa var Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016, en hún er meðal okkar fremstu hönnuða í dag.
„Mér fannst sjúklega töff þegar íslensku jólafrímerkin prýddu verk eftir frænda minn, Alfreð Flóka Nielsen, árið 1984. Draumurinn var alltaf að fá að teikna og hanna jólamerkin – og núna, aðeins nokkrum árum seinna fékk ég heiðurinn,“ segir Elsa á Facebook-síðu sinni.
Jólafrímerkin í ár eru sérstök að því leyti að þau gefa frá sér piparkökuilm.
Útgáfudagur frímerkjanna er 1. nóvember og hægt að panta fyrstadagsumslag á frimerki.is.