fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fókus

Elín Kára – „Sjoppufærsla ársins“

Elín Kára
Þriðjudaginn 16. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um óþörfu útgjöldin sem maður eyðir oft í þegar manni leiðist.

Keyrandi um í leit að bílastæði. Er ekki að flýta mér en samt finnst mér eins og ég sé í kappi við að ná næsta mögulega lausa stæði. Hér er eitt – „yes“ – oh nei, smábíll. Loksins tekst að finna stæðið. Lít á klukkuna og ég er korter á undan áætlun. Hvað á ég að gera við auka korter sem ég gerði ekki ráð fyrir í dagskrá dagsins? Varla fer ég að sitja hér út í bíl á þessu bílastæði? Ég lít upp og sé kaffihús.

Ég spyr sjálfa mig: „ertu svöng?“ Svarið er: „nei, en ég gæti samt alveg fengið mér einn góðan kaffibolla, það myndi alveg passa að ég væri vel hálfnuð með hann áður en fundurinn byrjaði“.

Ánægð með mig og mjög einbeitt geng ég inn á kaffihúsið, því ég ætla bara að fá mér einn kaffibolla, því ég er ekkert svöng.

Þá gerðist það. Einhver lítill api tók yfir þessa stuttu kaffihúsaferð. Ég var allt í einu komin með 400 hitaeininga hnetustykki í aðra hönd og stóran latte í hina. Og ég hef bara ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist. Ekki nóg með það – heldur eyddi ég rúmum 1.300 kr. í þetta.

Nei hættu nú alveg! Elín! Hvað er í gangi?? Þú sem predikar það í tíma og ótíma að menn eiga ekki að eyða peningum í sjoppufærslur, þá fórstu alveg fram úr þér þarna og á eitthvað mesta sjoppufærslu fyllerí síðari tíma.

Okay – þetta var kannski ekki alveg svona slæmt. Latte-inn var mjög góður og hnetustykkið umvafið karamellu og súkkulaði var algjört „vatn-í-munninn“ gott. Þetta voru svo heimskuleg kaup – til þess eins að drepa tíma sem ég gerði ekki ráð fyrir. Ég hefði betur hringt í ömmu mína í korter og sagt henni að mér þykir vænt um hana. Ætli ég geri það ekki bara næst

*Sjoppufærslur eru algjörlega óþörf útgjöld til dæmis þegar maður verslar föt á útsölu bara vegna þess að það er útsala. Kemur við í sjoppu og kaupir eitthvað að borða en er ekki svangur. Þetta eru færslur sem verða til þegar manni leiðist og fyrir vikið fer maður og verslar sér eitthvað til afþreyingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart