Bragginn í Nauthólsvík er aðalfréttaefnið þessa dagana, enda bruðlið þar svo ekki sé meira sagt: stórkostlegt.
Vinirnir Einar Páll Benediktsson og Kristján R. Guðnason tóku Braggablús Magga Eiríks, smelltu nýjum texta á lagið og tóku upp.
„Kristján bauð mér í mat á laugardagskvöldið og svo settumst við yfir orginalinn og breyttum og tókum upp,“ segir Einar Páll og bætir við að þeir vinirnir hafi áður tekið upp lög í sófanum heima hjá Kristjáni og póstað á Facebook til skemmtunar fyrir vini og vandamenn.
Braggablús þeirra vina er þó líklega langvinsælasta myndbandið þeirra hingað til, enda þegar komið í um 13 þúsund áhorf.
Einn í bragga Dagur gægist út um gluggann
Bráðum sér hann Miðflokks Baldur skunda hjá
en túrinn stúrinn strá fyrir utan skúrinn
er erfitt nema fyrir hellings aur að fá
Í vetur betur gekk honum að galdra
til sín glaða og kalda karla sem vildu aur
En Dagur óhagur situr einn í bragga
á ekki neina afsökun er alveg staur.
Fyrst kom Daninn með stráin höfundaréttsvarin
Þá var hann Dagur á borginni í bleikum kjól
Svo kom Vigdís þanin kommonistabaninn
þá kættist Kastljós ofsalega og hélt sín jól
Svo færðist aldur yfir eins og galdur og ávalt verra og verra var í Dag að ná
Nú er Dagur flúinn því aurinn hann er búinn
og erfitt er að gera upp fleiri bragga þá
Og erfitt er að gera upp fleiri bragga þá