fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi sporðdreki – POW

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Markhóll markþjálfunar skrifar Fanney Sigurðardóttir um stjörnumerkin og klæðaburð þeirra.

Finndu þitt rísandi merki
Þegar við hugsum um stíl og útlit horfum við til rísandi merkis. Rísandi merki er það merki sem hefur mest áhrif á hvernig þú sýnir þig heiminum, yfirborðið. Sólarmerkið ræðst af afmælisdegi þínum og segir til um grunneðli þitt og lífsorku. Til að finna þitt rísandi merki geturðu notast við fæðingarkort á síðu Gunnlaugs Guðmundssonar, stjörnuspekings. Taktu eftir að það er mjög mikilvægt að slá inn réttan fæðingartíma. Ég fæddist kl. 05.39 og er því rísandi bogmaður. Ef ég set inn 07.00 er ég rísandi steingeit. Tvö ákaflega ólík merki. Finndu þitt rísandi merki á síðu Gunnlaugs hér.

Annað merkið er Sporðdrekinn 23. október – 21. nóvember

Töfrandi útlit og stingandi augu eru einkennandi fyrir konur í rísandi sporðdreka. Jafnvel má tala um dúlúðlegt yfirbragð en kona í rísandi sporðdreka brosir aldrei nema hún meini það.
Það er eins og eitthvað virkilega dularfullt og ógnandi sé að gerast þar á tímum. Dita Von Teese er annað gott dæmi um konu í rísandi sporðdreka. Hún er svo fíngerð, fáguð og kvenleg en það er virkileg ákefð í andlitinu á sama tíma.
Við þekkjum rísandi sporðdreka fyrst og fremst á stingandi augnaráðinu og það á við um bæði konur og karla. Í andliti rísandi sporðdreka má ávallt greina mikinn ákafa það er að segja allir þættir andlitsins eru áberandi „sterkir.“ Augun, nefið, kjálkinn, varir. Við hin eigum það til að laðast að þessu andliti vegna þess að það er eitthvað undir niðri sem rísandi sporðdreki virðist fela og við viljum komast að því hvað það er!! Kannski er hann ekki að fela neitt en það virðist svo sannarlega vera svo.

Þar sem andlit rísandi sporðdreka er stór þáttur í því hvað fer honum best skulum við gera því góð skil. Haldið ykkur fast. Andlit rísandi sporðdreka er svo sterkt að það getur vel borið mismunandi tegundir förðunar sem og fatastíls.
OK. Ég segi það bara eins og er. Andlit kvenna í rísandi sporðdreka geta gjarnan og eiginlega alltaf verið fremur ógnandi. Ef við hugsum okkur Natalie Portman, sem er rísandi sporðdreki, þá sjáum við kvenlega, sæta, smágerða konu en þegar kemur að andlitinu; POW.
Það er eins og eitthvað virkilega dularfullt og ógnandi sé að gerast þar á tímum. Dita Von Teese er annað gott dæmi um konu í rísandi sporðdreka. Hún er svo fíngerð, fáguð og kvenleg en það er virkileg ákefð í andlitinu á sama tíma.
Þessi augu eru hreinlega gerð til þess að lokka með munúð og ákveðni. Það er yfirvofandi orka um að þessi settlega kona gæti mögulega snappað á hverri sekúndu þó hún geri það ekki endilega en það er þessi yfirvofandi ógn sem stingandi augun gefa frá sér. Það er eins og rísandi sporðdreki sé að bæla eitthvað niður og það sést í andlitinu.

Dita Von Teese er glæsileg sama hvað. Sem rísandi sporðdreki fara henni best djúpir tónar og litir. Kvenlegur Old Hollywood stíll. Bjartir dúllu kjólar eru ekki fyrsta val.
 
Kvenlegur töffari
Djúpir litir og tónar koma einstaklega vel út á rísandi sporðdreka en þar sem hann er vatnsmerki fer honum einnig vel glitur og glans áferðir. Það má í raun líkja rísandi sporðdreka við sírenur úr grískri goðafræði fremur heldur en hafmeyjum. Ég hallast meira að dulúðlegri sírenu drottningu.
Rísandi sporðdreki ætti að jafna út alvarleikann í andliti sínu með kvenlegum stíl en alls ekki í átt að „bohemian.“ Ég er ekki að tala um bjarta blómakjóla sem hanga á annarri öxl með einhverskonar dúlleríi. Ég er meira að meina Old Hollywood. Dita Von Teese er fullkomið dæmi. Hún algjörlega beislar þann stíl.
Hvassar afgerandi axlir og snið sem sýna línur eru gull á rísandi sporðdreka. Efni sem liggja við líkamann henta betur en loftkennd efni og aukahlutir á fatnaði eins og margar tölur og dúllerí á ekki vel við. „Statement“ skartgripir eins og armbönd sem bundin eru frá löngutöng niður á úlnlið. Jafnvel „choker“ hálsmen. Skart sem er nokkuð munúðarfullt. Allt sem að lítur út fyrir að vera undirföt getur rísandi sporðdreki hæglega klæðst á almannafæri eins og undirbolur og undirkjóll. Enn og aftur þá er Dita Von Teese gott dæmi hér.
Eftirminnilegt andlit. Natalie Portman – Kvenleg og dularfull eins og sírena.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“