fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Simon Cowell biðlar til fólks að hjálpa fjögurra ára dreng með sjaldgæft krabbamein

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er ekki bara leiðinlegi dómarinn í American Idol og X Factor, því þegar á hólminn er komið slær gullhjarta í hinum geðstirða Simon Cowell.

Á laugardag póstaði Cowell myndbandi þar sem hann hvetur aðra til að láta gott af sér leiða.

„Þessi drengur er fjögurra ára og þarf peninga til að komast til Ástralíu til að fá hjálpina sem hann þarf,“ segir Cowell. „Ég bið ykkur að fara á síðu Zac Oliver á Justgiving og hvaða upphæð sem þið hafið tök á að gefa mun hjálpa til. Og þar sem ég kann illa við að efnað fólk biðji aðra um að gera eitthvað og geri ekkert sjálft, þá ætla ég að láta 50 þúsund pund sjálfur í málefnið. Við munum ná þessu.“

Zac Oliver glímir við sjaldgæfa tegund af hvítblæði sem kallast Near Haploid og því eru foreldrar hans að leitast við að safna 500 þúsund pundum til að koma syninum til Bandaríkjanna í meðferð, en meðferðin er ekki í boði í Bretlandi.

Móðir Zac, Hannah Oliver-Willets, deildi myndbandi Cowell á samfélagsmiðlum: „Takk Simon Cowell fyrir að styðja við málstað okkar. Ég er búin að segja Zac frá að þú sért að hjálpa okkur að greiða fyrir lækninn hans.  Zac er þó ekki alveg að skilja hvað þetta skiptir miklu og hvað það munar litlu að við erum að komast til Bandaríkjanna.“

Fjölskyldan var búin að ná að safna 350 þúsund pundum og með framlagi Cowell náðu þau því 400 þúsund pundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“