Hertogahjónin af Sussex eiga von á sínu fyrsta barni næsta vor, segir í tilkynningu frá Kensingtonhöll. Elísabet drottning og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru sögð himinlifandi yfir þessum fréttum, en barnið verður það sjöunda í röðinni að erfðaröðinni að krúnunni.
Verðandi foreldrar eru einnig himinlifandi yfir erfingjanum tilvonandi. „Konunglegu hjónin hafa móttekið góðar kveðjur og stuðning frá fólki um allan heim frá brúðkaupi þeirra í maí og er það þeim gleðiefni að deila þessum fréttum með almenningi.“
Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex are very pleased to announce that The Duchess of Sussex is expecting a baby in the Spring of 2019. pic.twitter.com/Ut9C0RagLk
— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) October 15, 2018
Hertogahjónin eru nú stödd í 16 daga opinberri heimsókn um Ástralíu og Nýja-Sjáland.
Talið er að Markle sé gengin 12 vikur.
Móðir hennar, Doria Ragland, er einnig himinlifandi yfir að eiga von á sínu fyrsta barnabarni. Þegar spurt var eftir viðbrögðum föður Markle, neitaði talsmaður hallarinnar að tjá sig. Líkur eru því á að hann heyri fréttirnar á sama tíma og almenningur, en hann og Markle talast ekki við.