Út er komin ljóðabókin Hrafnaklukkur eftir Kristian Guttesen. Bókin er ellefta frumorta bók Kristians, en fyrsta bókin hans, Afturgöngur, kom út árið 1995.
Hrafnaklukkur fjallar um mennsku, anda og sjálf og skiptist í þrjá samnefnda kafla. Fyrir höfundi vakir m.a. að kryfja spurninguna „Hvað er að vera sjálf?“ Ekki er um fræðilega úttekt, heldur frásögn af eigin reynslu.
Áður hefur Kristian gefið út ljóðaúrval og skáldsöguþýðingu, en fyrir hana var hann tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2007. Verk Kristians hafa m.a. verið þýdd á ensku og úkraínsku.
Hrafnaklukkur er 83 bls. og fæst í öllum betri bókaverslunum. Bókaútgáfan Deus gefur út.