fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Roberts er í forsíðuviðtali nýjasta tímarits Harpers Bazaar, sem fékk enga aðra en Oprah Winfrey til að taka viðtalið.

Roberts talar meðal annars um að verða fimmtug, að eldast í sviðsljósinu og samfélagsmiðla. Á myndunum klifrar og hangir Roberts meðal annars í klettum í bleikum hátískukjól og segir Roberts að hún sé lofthrædd, en passað hafi verið upp á að setja hana ekki í hættu. Aðspurð um hvað hræði hana meira en mikil hæð svarar Roberts; „Trúlega að treysta á sjálfa mig.“

Roberts segir að hana hlakki til að eldast þar sem sextugsaldurinn hafi byrjað einstaklega vel. „Áður en ég átti fimmtugsafmæli þá spurði Danny hvað ég vildi gera og ég sagði honum að ég vildi fara fimm daga í burtu þar sem það væru bara við úr sambandi við umheiminn.

Ég varð fimmtug og þetta var einstakt og fallegt. Við vorum bara tvo og á tímabili hugsaði ég: Vá hvað þetta er skrýtið, að vera ekki með börnunum, við fimm saman.

Á afmælisdaginn minn keyrðum við í bæ rétt hjá og ég var bara: Við verslum smá og fáum okkur góðan mat að borða. Þetta verður frábært.

Við stoppuðum síðan í brimbrettabúð og ég fer á salernið þar. Þegar ég kem fram heldur Danny á brimbretti og spyr mig: Hvernig finnst þér þetta? Og ég svara honum að þetta sé nú frekar stórt bretti, hvað hann ætli að gera við það

Þá færir hann brettið til hliðar og börnin okkar standa þar á bak við. Ég fer bara að gráta þegar ég rifja þetta upp.

Roberts og eiginmaður hennar Daniel Moder hafa verið gift í 16 ár og eiga saman tvíburana Hazel og Finn, 13 ára, og Henry, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife