fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára – Lifðu þínu lífi með þínum líkama ekki annarra

Elín Kára
Mánudaginn 15. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um að skapa og elta eigin drauma í stað þess að upplifa þá í gegnum aðra.

Margir, bara mjög margir detta í þann pitt að lifa í gegnum aðra og oft verða börnin fyrir valinu. „Hann sonur minn er sko enginn hommi, hann er fullkominn eins og ég“ – skrifaði Bubbi Morthens 1984. Fátt hefur breyst síðan þá og Bubbi náði að koma þessu snilldarlega á framfæri í þessum flotta texta um strákana á Borginni.

Alltof margir vilja gera börnin sín að ofurstjörnum í þeirri grein sem það sjálft hefur áhuga á. Barnið er ekki spurt um áhugasvið, heldur ætlar fólk að lifa sína drauma í gegnum þau. Í stað þess að einbeita sér betur að sjálfum sér og ná sjálfur árangri. Vertu þín eigin stórstjarna í þinni grein!

Hættu að sóa tíma í að upplifa drauminn í gegnum einhvern annan.

Þegar þú byrjar að framkvæma. Þegar þú ferð að lifa þína drauma á eigin forsendum eru miklar líkur á því að þú smitir börnin þín og aðra af áhuga og þau leiðast í sömu átt og þú ert að fara.

Hér eru nokkur dæmi um hversu óheiðarlegt fólk er við sjálft sig og aðra í kringum sig á sama tíma. Þetta er ekki algilt (sem betur fer), þó ég setji þetta fram sem fullyrðingar:

  • Foreldrar skipa börnunum sínum að mæta á íþróttaæfingar, en hreyfa sig ekkert sjálft– Af hverju?? Vertu fyrirmynd fyrir börnin og hreyfðu þig líka – þau munu elta þig um leið og þú ferð af stað.
  • „Ég byrjaði svo seint að læra á þverflautu og þess vegna ætla ég að láta dóttur mína klára dæmið og verða þverflautu snilling, sama hvað það kostar!“– Af hverju geriru þetta ekki sjálf? Þú ert ekki dauð ennþá, svo hvað er að stoppa þig?
  • „Einhver af börnunum eða barnabörnunum þarfað taka við búskapnum.“ – Ha? Af hverju?? Þó svo að þetta sé dauðadæmt dæmi og enginn hefur áhuga? Þú hefðir kannski átt að gera þetta meira spennandi fyrir börnin á sínum tíma og vera sjálfur meira spennandi, þá væru þau sennilega öll að keppast um góssið.
  • „Ég var í veitingahúsabransanum, foreldrar mínir voru það líka, þannig að eitt af mínum börnum mun taka við af mér – þannig hefur þetta alltaf verið. Við fjölskyldan höfum þetta í genunum!“ – Fyrirtækjarekstur hefur ekkert með gen að gera. Hins vegar getur áhugi smitast og þekking fer mann frá manni, oft innan fjölskyldunnar. En oft þegar komið er niður í þriðju eða fjórðu kynslóð þá er ekki mikill áhugi fyrir að halda á lífi draum sem afi eða langafi átti um veitingahús (eða einhvern annan fyrirtækjarekstur).

Er ekki kominn tími til að ÞÚ skrifir niður þína drauma. Hvernig lífi vilt þú lifa? Svo skaltu fara lifa því sjálf/ur. Leyfðu hinum að lifa sínu lífi. Þú átt eftir að finna fullt af fólki sem vill vera samferða þér, ýmist í stuttan eða langan tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík