fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Listamaður túlkar Disney prinsessur sem sigurvegara brjóstakrabbameins

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Það er einnig eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á snemmstigum með skipulagðri hópleit.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast að meðaltali um 210 konur á ári með brjóstakrabbameini og er meðalaldur við greiningu um 62 ár. Sjúkdómur er tiltölulega sjaldgæfur undir fertugt en um 10 konur greinast árlega undir þeim aldri. Konur sem eru arfberar fyrir stökkbreytingu á BRCA-geni eru líklegri til að greinast fyrir fertugt. Karlar geta einnig fengið brjóstakrabbamein en um 1 karl greinist á móti hverjum 100 konum.

Almennt gildir að því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist, þeim mun betri eru lífshorfur. Í heildina hafa horfur sjúklinga farið batnandi og hlutfallsleg fimm ára lifun er góð eða um 90%.

Til að vekja athygli á baráttunni tók ítalski listamaðurinn Alexandro Palombo sig til fyrir nokkrum árum og teiknaði myndir af Disney prinsessum og öðrum þekktum teiknimyndapersónum, þar sem þær voru túlkaðar sem sigurvegarar í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna