Í Bleiku slaufunni 2018 tökum við höndum saman við vinkonuhópa því samstöðukraftur kvenna getur verið magnaður. Það sýna hópar sem halda saman svo áratugum skiptir í gegnum súrt og sætt, veita ómetanlegan stuðning og hvatningu þegar á þarf að halda. Sameinumst um að hvetja „konurnar okkar“ til þátttöku í skimun.
Sendu okkur myndirnar þínar
Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda þeim skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópnum eða vinnufélögunum og þær verða birtar á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar.
Tekið er á móti myndum í gegnum messenger, bleikaslaufan@krabb.is og með myllumerkinu #bleikaslaufan
Stelpur – stöndum saman og virkjum vináttuna!
Þið skráið hópinn og Krabbameinsfélagið sendir ykkur hagnýta fróðleiksmola til að minna ykkur á þátttöku í skimun! Skráðu þinn hóp hér.
Málþing um brjóstakrabbamein: Doktor Google & Google Maps
Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 16. október 2018 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuð-borgar-svæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins – skoða dagskrá.
Sérsmíðað gullhálsmen Bleiku slaufunnar boðið upp
Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem vann hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins um hönnun Bleiku slaufunnar í ár hefur gert eitt gullhálsmen af Bleiku slaufunni úr 14 karata gulli.
Uppboðið fer fram á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar sem hófst miðvikudaginn 10. október og lýkur kl 15 í dag, föstudaginn 12. október. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.