fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

Ylja fagnar 10 ára starfsafmæli með Dætur og útgáfutónleikum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun gefur YLJA út sína þriðju breiðskífu, Dætur. Platan er þjóðlagaplata þar sem þær Bjartey og Gígja hafa sveipað lögin sínum einstaka blæ með hjálp nokkurra af færustu hljóðfæraleikurum þeirra kynslóðar. Platan verður gefin út á bæði geisladisk og vínil auk þess sem henni verður dreift á helstu tónlistarveitum.

Upptökustjórn var í höndum Guðmundar Óskars Guðmundssonar og fóru upptökurnar fram í Stúdíó Sjampó á vordögum 2018. Útsetningar voru samvinnuverkefni Guðmundar Óskars, Gígju og Bjarteyjar auk þess sem þær fengu góða hjálp frá þjóðfræðingnum Pétri Húna við textavinnu og gerð bókarinnar sem fylgir plötunum sem er stútfull af fróðleik um þjóðlögin öll. Níu af tíu lögum plötunnar eru þjóðlög samkvæmt skilgreiningu en eitt þeirra Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson stendur þar utan þó það hafi vissulega verið kosið eftirlætis lag þjóðarinnar og stendur okkur öllum nærri.

Mikið var lagt í útlit plötunnar og er  grafík er unnin af Bobby Breiðholt auk þess sem Bjartey sjálf sá um myndskreytingarnar. Plötunni verður dreift um allt land og verður hún komin í allar helstu verslanir fyrir útgáfutónleikana í Bæjarbíói.

Þjóðin hefur greinilega áhuga á að heyra gömlu lögin

Í haust var sett í gang hópfjármögnun á www.karolinafund.is þar sem þær settu markið hátt og ætluðu að safna 10.000 evrum til þess að ljúka gerð plötunnar og koma henni í framleiðslu. Það má segja að viðbrögðin hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum þar sem þær náðu takmarkinu og rúmlega það nokkrum dögum áður en söfnuninni lauk. Gríðarlega þakklátar og stoltar hafa þær því náð að ljúka gerð plötunnar með aðstoð þjóðarinnar sem hefur bersýnilega mikinn áhuga á því að heyra gömlu lögin lifna við í nýjum útsetningum.

10 ára afmælis- og útgáfutónleikar

Þann 20. október verður útgáfunni svo fagnað í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem platan verður leikin í heild sinni auk nokkurra vel valinna Ylju-laga sem ættu að vera orðin flestum kunn. Þar munu þær Gígja og Bjartey koma fram með stórri hljómsveit og kór og verða 11 tónlistarmenn á sviðinu þegar mest lætur.

Það er ekki aðeins útgáfan sem er tilefni til þess að halda rækilega veislu heldur hafa þær vinkonurnar nú starfað saman í 10 ár og komið víða við. Þær eiga að baki 2 breiðskífur, ótal tónleika innan lands sem utan, tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og margt fleira. Allt frá því að þær kynntust í kór Flensborgarskólans hafa þær haft mestan áhuga á íslensku þjóðlögunum og var því kjörið að fagna þessum stóra áfanga með að ráðast í gerð veglegrar þjóðlagaplötu.

Miðasala er hafin á www.tix.is og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 21:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“

Egill Þór er látinn fyrir aldur fram – Söfnun fyrir ung börn hans – „Vinur sem var alltaf hægt að leita til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“