Ein af vinsælustu og skelfilegustu bókum hrollvekjumeistarans Stephen King er á leiðinni á hvíta tjaldið. Pet Semetary er dökk stúdía á lífið og dauðann og allt það ógnvænlega sem liggur þar á milli.
Kevin Kölsch og Dennis Widmyer leikstýra myndinni sem sögð er fylgja bókinni í æsar. Læknirinn Louis Creed flytur með fjölskyldu sína til smábæjar í Maine, þar sem hann uppgötvar kirkjugarð fyrir látin dýr og fornan grafreit indíána í skóginum við heimili sitt.
Jason Clarke leikur Creed og John Lighgow er í hlutverki eldri nágranna sem varar Creed við þeim ógnum sem eru á kreiki í smábænum.