Hrafnaklukkur ellefta ljóðabók Kristians Guttesen kemur út í dag og verður útgáfu hennar fagnað í Eymundsson Austurstræti kl. 17.
Bókin skiptist í 3 kafla, sem nefnast Mennska, Andi og Sjálf. Fyrir höfundi vakir meðal annars að kryfja spurningar eins og „Hvað er að vera sjálf?“ „Þetta er ekki fræðileg úttekt, heldur frásögn af eigin reynslu,“ segir Kristian.
Í útgáfuhófið mætir tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon og flytur nokkur vel valin lög af nýútkominni plötu sinni, Ornu, sem einnig er til sölu á staðnum. Þá verður hægt að kaupa miða á útgáfutónleika Teits,12. október í Iðnó, í tilefni af útgáfu Ornu.