https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/1022030221316946/
Næstu gestir DV tónlist eru ekki af verri endanum en þá mun hljómsveitin YLJA. Hljómsveitina skipa þær Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir.
Hljómsveitin á að baki tvær frábærar hljóðversplötur sem báðar hafa fengið lof gagnrýnenda og farið rakleiðis á topplista, ótal tónleika innanlands sem utan og tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna.
YLJA fagnar 10 ára afmæli í ár og af því tilefni ætlar hljómsveitin að gefa út sína þriðju breiðskífu sem ber nafnið DÆTUR. Platan kemur út þann 20. október næstkomandi en þann sama dag efnir hljómsveitin til útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Miðasala fer fram hér.
Nýju plötu Ylju, DÆTUR, má hlusta á hér í spilaranum að neðan.
Ítarlegt viðtal við hljómsveitina verður í helgarblaði DV.