fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Leiklistar- og spunasmiðja – Dýpkum skilning á eigin upplifun í umhverfinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 11:30

Kristín, Aude og Helga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiklistar- og spunasmiðja fyrir konur á öllum aldri verður haldin í Menningarhúsinu Gerðubergi í kvöld kl. 20-22. Þær Helga Arnalds og Aude Busson leiða smiðjurnar en þetta eru hluti af dagskrá Söguhrings kvenna en hittingar innan hringsins einkennast iðulega af miklu stuði!

 

Hvað upplifi ég í þessu umhverfi? Hvernig er að vera ég, hér á þessum stað?


Í leiklistarvinnustofum Söguhrings kvenna verður að þessu sinni unnið að því að dýpka skilning á eigin upplifun í umhverfinu. Vinnustofurnar eru upplifunar- og tilraunastofur þar sem unnið er með skynjun í gegnum hreyfingu, leiklist og myndlist. Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.

Helga og Aude.


Helga Arnalds og Aude Busson leiða fjórar sjálfstæðar vinnustofur sem móta saman eina heild en þó verður hver og ein með sérstæðan fókus. Þó er ekki nauðsynlegt að þátttakendur mæti í allar smiðjurnar. Vinnustofurnar eru byggðar á leikrænum- og skapandi æfingum en auk þeirra verður farið í vettvangsferðir.

 

Að rata
að finna staði
að finna sér stað
að finna sig

 

Til eru margskonar kort – veðurkort, strætókort, tilfinningakort, vísakort, skynjunarkort, tungumálakort, ljósakort, ímynduð kort, borgarkort, sundkort og svo auðvitað landakort.


Þegar maður kemur í nýtt land geta kortin snúist á hvolf, hætt að virka eða jafnvel fokið út í vindinn. Á námskeiðinu söfnum við saman litlum vísbendingum, blásum á þær með ímyndunarafli okkar og spinnum nýjan þráð sem gefur okkur nýjar leiðir og merkingu með hreyfingu, tjáningu og nýjum heimatilbúnum kortum. Við vinnum með mismunandi aðferðir og reglur til að fá dýpri skilning á eigin upplifun í umhverfinu. Í hverri vinnustofu munu þátttakendur skrásetja upplifun sína, hvort sem það verður með ljósmyndum, textum eða teikningum.

 

Viðburðurinn á vefnum.


Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Sjá dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018 hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir