Leikkonan Gwyneth Paltrow gekk að eiga Brad Falchuk í veislu í Hamptons á laugardag.
Gestalistinn var í veglegri kantinum og þess verður að um hann væri samið lag, en á meðal gesta voru leikkonan Cameron Diaz, sem sá um skipulagningu á gæsapartýinu í Mexíkó, ásamt eiginmanni hennar Benji Madden. Þáttastjórnandinn Jerry Seinfeld, sem sá um æfingakvöldverðinn, leikstjórinn og framleiðandinn Steven Spielberg, leikarinn Rob Lowe, leikkonan Blythe Danner, móðir Paltrow og Iron Man sjálfur, leikarinn Robert Downey Jr.
https://www.instagram.com/p/BkIV7k1n3-a/?utm_source=ig_embed
Hjónin kynntust þegar Paltrow var gestaleikkona í sjónvarpsþáttunum Glee, en Falcuk var meðframleiðandi þeirra. Þau byrjuðu að deita 2014, og opinberuðu trúlofun sína í janúar á þessu ári. Paltrow á tvo börn úr fyrra hjónabandi með Chris Martin söngvara hljómsveitarinar Coldplay, dótturina Apple 13 ára og soninn Moses 11 ára. Falcuk á tvö börn úr fyrra hjónabandi með Suzanne Bukinik.