fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Elísabet komin í mark á 96 klst. – Sjöunda sætið og langfyrst kvenna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur, hefur lokið 409 km hlaupi í Góbíeyðimörkinni í Kína.

Hún var langfyrst kvenna, en í 7. sæti í heild.

Keppendur þurftu að ljúka hlaupinu á 150 klst., eða sex dögum, en Elísabet setti sér markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hefur hún því hlaupið rúmlega 100 kílómetra að meðaltali á dag. Lauk hún hlaupinu á 96 klukkustundum og 54 mínútum.

„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með henni rúlla þessu upp. Alltaf sterk, líkamlega og andlega! Algjör töffari!!! Hún er fyrsta konan í heiminum til að klára hlaupið undir 100 tímum og setur ný viðmið!“ segir á Facebook-síðu hennar, en Birgir Sævarsson hlaupari hefur sagt frá ferðalagi Elísabetar þar undanfarna daga.


Nánar var fjallað um Elísabetu og afrek hennar á DV í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife