Írski leikarinn Jamie Dornan stimplaði sig inn í Hollywood með hlutverki sínu í 50 Shades of Grey þríleiknum.
En nú lítur út fyrir að leikarinn hyggi á flutning aftur heim því hann er búinn að setja einbýlishús sitt í Hollywood Hills á sölu og verðmiðinn er 3,2 milljónir dollara.
Fleiri breytingar eru framundan hjá Dornan, en hann á von á þriðja barni sínu með eiginkonunni Amelia Warner.
Húsið er 230 fm2 á einni hæð með fjórum svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Húsið er byggt í kringum sundlaugina, en flest rými hússins snúa að garðinum og sundlauginni og hægt að ganga beint í garðinn.