fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fjáröflunartónleikar Esju – Syngjandi karlmenn halda í víking til Rússlands

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 18:00

Esjan syngur Brennið þið vitar í Kórum Íslands á Stöð 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlakórinn Esja heldur fjáröflunartónleika kl. 16 á laugardag í Háteigskirkju, en kórinn heldur til til Sankti Pétursborgar í Rússlandi þann 17. október næstkomandi.
„Tónleikarnir eru haldnir til að safna fyrir farinu heim frá St. Pétursborg,“ segir Kári Allansson kórstjóri glettinn. „Eigið fé kórsins dugði aðeins fyrir miðanum aðra leið og því reynir á aðdáendur okkar sem aldrei fyrr á laugardaginn. Við verðum með sígilt karlakóraprógramm á fjáröflunartónleikunum og einnig úti í Pétursborg. Oft erum við með meiri léttleika á prógramminu, það er fleiri popplög og útfærða glensgjörninga, svo sem að sleppa hvítum dúfum í lokalaginu, eða eitthvað þvíumlíkt.“
 
Ákveðið var þó að fara öruggu leiðina, í stað þess að renna blint í sjóinn með rússneskan húmor: „Reyndar erum við með býsna flippað lokalag sem allir ættu að þekkja og tengist Rússlandi en ekki er hægt að greina nánar frá því á þessari stundu,“ segir Kári leyndardómsfullur og fullur tilhlökkunar fyrir ferðinni framundan.
 
Plakatið á rússnesku er mjög töff!
„Annað sem má segja að sé áhættusamt er að við syngjum Finlandiu eftir Sibelius, en það er mikill finnskur þjóðernisandi í því. Vonandi verða Rússarnir ekki móðgaðir yfir því, við viljum síður valda milliríkjadeilum með þessari heimsókn okkar!“
 
Ljóst er að ferðin mun hafa mikil og varanleg áhrif á Esjumenn og heimamenn í Pétursborg, en tónleikarnir okkar þar verða 19. október í Beloselzky-Belozersky salnum sem ku vera miðsvæðis í borginni. 
 
Pétur Óli Pétursson verður fararstjóri Esjumanna, en hann hefur lóðsað marga íslenska kóra í sams konar ferð, við góðan orðstír. Alls fara um 40 kórfélagar í ferðina, en kórinn telur um 50 virka félaga. Það er mikil tilhlökkun fyrir ferðinni í hópnum og verður spennandi að fylgjast með strákunum úti.
 
Frumflutningur á Íslandsóði eftir meðlim kórsins
„Þemað í prógramminu á laugardag er íslensk klassísk karlakóratónlist, til dæmis Brennið þið vitar, en líka bombur úr öðrum áttum, svo sem hið norska Olav Tryggvason, Pílagrímakórinn eftir Wagner og svo Heyr himna smiður þótt það sé ekki eingöngu karlakóralag,“ segir Kári. „Svo verður mikið þjóðrembuverk flutt eftir meðlim kórsins, Trausta úr Vík, en það ber heitið Íslandsóður. Það er nú til skoðunar hjá þjóðsöngsnefnd ríkisins, um að taka við af Lofsöngnum, sem margir eiga svo erfitt með að syngja,“ segir Kári í fullu gríni.
 
Esjan keppti í Kórum Íslands síðasta vetur og lenti í öðru sæti á eftir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Voru þeir fúlir að lenda í öðru sæti?
„Við vorum ánægðir með að vinir okkar í karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps skyldu vinna því þeir eru í sömu tradisjón og við. Strangheiðarlegur íslenskur karlakór, sem er það sem við viljum vera, en samt með smá twisti.“
Hægt er að kaupa miða á tónleikana á laugardag hér.
Fyrir þá sem komast ekki og/eða vilja styrkja Esju má leggja inn á reikning 0133-26-006614, kennitala 660914-0800.
Mun upphæðin renna til góðs málefnis.
Hér má sjá og heyra tónleika Karlakórsins Esju í gegnum tíðina.
Landsmenn muna glögglega þegar Kári Allansson rykkti af sér buxunum í epísku atriði Esjunnar í Kórum Íslands á Stöð 2 í fyrra. Hann verður ekki á þeim buxunum í Rússlandi hinsvegar.
Þeim sem vilja kveðja Karlakórinn Esju á Keflavíkurflugvelli við brottför, líkt og gert var við karlalandsliðið í knattspyrnu, er bent á að hafa samband við formanninn, Guðfinn Einarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn