Nýjasta kvikmynd hins margverðlaunaða leikstjóra Paul Greengrass 22 JULY, verður sýnd í Bíó Paradís á örfáum sýningum í þessari viku, frá 8. – 11. október.
Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir skömmu og verður sýnd á Netflix þann 10. október næstkomandi.
Paul Greengrass hefur meðal annars leikstýrt þremur kvikmyndum um hasarhetjuna Jason Bourne ásamt Captain Phillips, Bloody Sunday og United 93sem Greengrass hlaut Óskarstilnefningu fyrir sem besti leikstjórinn.
Kvikmyndin 22 JULY segir söguna um eftirmála verstu hryðjuverkaárásar Noregs. Þann 22. júlí 2011 létu 77 manneskjur lífið þegar hægrisinnaður öfgamaður sprengdi bílsprengju í Osló áður en hann opnaði fyrir fjöldaskothríð yfir sumarbúðir fyrir táninga. 22 JULY styðst við líkamlega og sálræna baráttu eins eftirlifandans til að lýsa vegferð Noregs til lækningar og sátta við atburðina. Handritið er skrifað af sjálfum Paul Greengrass og er byggt á alþjóðlegu metsölubókinni Einn af okkur eftir Åsne Seierstad, en hún er margverðlaunaður norskur blaðamaður, rithöfundur og stríðsfréttaritari. New York Times valdi Einn af okkur eina af tíu bestu bókum ársins 2015.
Myndin var tekin upp að hluta á Íslandi þar sem fjöldi Íslendinga kom að framleiðslu myndarinnar, þar á meðal Margrét Einarsdóttir sem sá um búningahönnun myndarinnar, Tinna Ingimarsdóttir sá um förðun, Finni Jóhannsson sá um framleiðslustjórn, Árni Gústafsson hljóðblandaði, Marta Luiza Macuga sá um leikmyndahönnun á Íslandi og Tómas Guðbjartsson betur þekktur sem „Lækna-Tómas“ fer með hlutverk í myndinni.
Myndin hlaut meðal annars 5 stjörnu dóm í The Guardian, sjá hér.