fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

22 JULY um voðaverkin í Útey 2011 – Upptökur á Íslandi og fjöldi Íslendinga kom að framleiðslu myndarinnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmynd hins margverðlaunaða leikstjóra Paul Greengrass 22 JULY, verður sýnd í Bíó Paradís á örfáum sýningum í þessari viku, frá 8. – 11. október.

Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir skömmu og verður sýnd á Netflix þann 10. október næstkomandi.

Paul Greengrass hefur meðal annars leikstýrt þremur kvikmyndum um hasarhetjuna Jason Bourne ásamt Captain Phillips, Bloody Sunday og United 93sem Greengrass hlaut Óskarstilnefningu fyrir sem besti leikstjórinn.

Kvikmyndin 22 JULY segir söguna um eftirmála verstu hryðjuverkaárásar Noregs. Þann 22. júlí 2011 létu 77 manneskjur lífið þegar hægrisinnaður öfgamaður sprengdi bílsprengju í Osló áður en hann opnaði fyrir fjöldaskothríð yfir sumarbúðir fyrir táninga. 22 JULY styðst við líkamlega og sálræna baráttu eins eftirlifandans til að lýsa vegferð Noregs til lækningar og sátta við atburðina. Handritið er skrifað af sjálfum Paul Greengrass og er byggt á alþjóðlegu metsölubókinni Einn af okkur eftir Åsne Seierstad, en hún er margverðlaunaður norskur blaðamaður, rithöfundur og stríðsfréttaritari. New York Times valdi Einn af okkur eina af tíu bestu bókum ársins 2015.

Myndin var tekin upp að hluta á Íslandi þar sem fjöldi Íslendinga kom að framleiðslu myndarinnar, þar á meðal Margrét Einarsdóttir sem sá um búningahönnun myndarinnar, Tinna Ingimarsdóttir sá um förðun, Finni Jóhannsson sá um framleiðslustjórn, Árni Gústafsson hljóðblandaði, Marta Luiza Macuga sá um leikmyndahönnun á Íslandi og Tómas Guðbjartsson betur þekktur sem „Lækna-Tómas“ fer með hlutverk í myndinni.

Myndin hlaut meðal annars 5 stjörnu dóm í The Guardian, sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“