fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Minningarsjóður Einars Darra gefur út forvarnarmyndband – „Það er aukning í andlátum ungs fólks“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er faraldur á Íslandi, og í dag gaf Minningarsjóður Einars Darra út sitt þriðja forvarnarmyndband þar sem minnt er á þá óhuggulegu staðreynd.

„Það er okkar tilfinning að það er aukning í andlátum ungs fólks,“ segir Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi í Reykjavík, „þetta kemur í bylgjum og í dag eru það læknalyfin.“

„Það er talað um þetta eins og þú getir ekki gert neitt, nema taka Xanax,“ segir Jóhanna Björt Grétarsdóttir 19 ára nemandi við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. „Það halda allir að þeir höndli þetta, en það er ekki þannig,“ segir Júlía Sif Sundby 18 ára nemandi í Borgarholtsskóla.

Auk þess er talað við Örn Arnarsson grunnskólakennara í Heiðarskóla, Freydísi Óskarsdóttur 18 ára og Sesselju Rós Guðmundsdóttur 19 ára, nemendur við Fjölbrautarskóla Vesturlands, Róbert Orra Vignisson 21 árs taktsmið og Valgerði Rúnarsdóttur forstjóra sjúkrahússins Vogs.

Myndbandið er þriðja myndbandið af nokkrum sem Minningarsjóður Einars Darra mun gefa út.

Sjáðu fyrsta myndbandið hér og annað myndbandið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024