Það eru rúmir tveir mánuðir til jóla og Coca Cola í Bretlandi tilkynnti fyrr í vikunni að ný bragðtegund yrði sett á markað til að fagna hátíðinni, en nýja bragðtegundin verður aðeins í sölu í takmarkaðan tíma.
Cinnamon Zero heitir bragðið, eða kanil Zero. Drykkurinn kom á markað í Bretlandi á fimmtudag, en þeir sem vilja prófa verða að hafa hraðar hendur, hann er aðeins í sölu út árið. Aðdáendur voru snöggir að bregðast við og skrifa ummæli á Facebook-síðu fyrirtækisins:
„Tveir af mínum uppáhalds sameinaðir í eitt,“ skrifaði einn, meðan annar óskaði eftir drykknum í jólasokkinn sinn.
Alec Mellor markaðsstjóri Coca Cola í Bretlandi sagði að síðan Coca Cola Zero hefði komið á markað, hefði af og til komið ný bragðtegund í vörulínuna. „Það er okkur gleðiefni að kynna Coca Coca zero sugar Cinnamon, og við vonum að núverandi aðdáendur og þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt, muni fagna drykknum. Hann er fullur af hátíðarbragði og enginn sykur, fullkomin blanda meðan beðið er eftir jólum.“