Hljómsveitin KUL sem er glæný rokkhljómsveit sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag.
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir verið virkir í íslensku tónlistarlífi um árabil en það eru þeir Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, The Viking Giant Show, Pollapönk), Helgi Rúnar Gunnarsson (Benny Crespo’s Gang, Elín Helena, Horrible Youth), Hálfdán Árnason (Himbrimi, Sign, Legend) og Skúli Gíslason (The Roulette, Different Turns). Hljómsveitin vinnur þessa dagana að plötu með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni (Leaves, Warmland).
Fyrsta lagið sem þeir senda frá sér heitir Drop Your Head og er það aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum.
KUL kemur fram á sínum fyrstu tónleikum á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í nóvember.