Jón Jónsson gefur í dag út lagið Með Þér, sem Jón gerði í samstarfi við Pálma Ragnar Ásgeirsson.
Í samtali við Nútímann segir Jón að gítarstefið úr laginu hafi fæðst fyrir um ári síðan þegar þeir félagar voru að vinna að öðru efni.
„Pálmi veit hvað hann syngur þegar kemur að popptónlist svo ég að sjálfsögðu hlýddi þegar hann sagði mér að taka þetta lengra. Lagið varð til stutt seinna og var í raun alveg fullklárað í febrúar en þá var það á ensku,“ segir Jón.
Þeir tóku upp þráðinn á ný nú í haust og ákváðu að snara því yfir á íslensku. Jón segir að þrátt fyrir að Með þér með Bubba Morthens sé eitt vinsælasta brúðkaupslag heims hafi hann ákveðið að lenda sínum titli þar.