Í nýrri auglýsingu skó- og fataframleiðandans Vans sem tekin var upp á Íslandi í sumar spilar miðbær Reykjavíkur og íslensk náttúra aðalhlutverkið á móti þremur ungum brettasnillingum sem ferðast um landið og sýna listir sínar á hjólabretti og brimbretti.
Atvinnubrettafólkið Ainara Aymat og Dane Gudauskas sem bæði eru á mála hjá Vans, auk ljósmyndarans/blaðamannsins Wang Xin ferðast um miðbæinn, þar sem þremenningarnir kíkja meðal annars í Pönksafnið, til Jóns Sæmundar Auðarsonar í Dead Gallery og í Lucky Records, þar sem Bob Cluness fræðir þau um íslensku tónlistarsenuna. Þau skella sér á hjólabretti á Ingólfstorgi og fá sér húðflúr.
Að lokum er keyrt á Suðurlandið, þar sem brimbrettin eru tekin fram.
Rétt er að taka fram að mörg atriði í auglýsingunni eru áhættusöm og ætti ekki að leika eftir, eins og að renna sér á hjólabretti á miðjum þjóðvegi.
Vans Iceland from Shanghai Media on Vimeo.