Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er staddur á Íslandi og spókar sig þessa stundina um í Bláa lóninu. Mayweather er einn fremsti hnefaleikakappi sögunnar en á ferli sínum barðist hann 50 sinnum og vann alla bardagana, þar af 27 með rothöggi.
„Lífið snýst um að upplifa ólíka hluti. Þannig að ég ákvað að kíkja til Íslands,“ segir Floyd á Instagram en hann birti myndband af sér í morgun þar sem hann sést spóka sig um í Bláa lóninu. „Hvaða staður er betri til að byrja ferðalagið en Bláa lónið,“ segir hann.
Af myndbandinu að dæma er Floyd í einkavillu með einkalóni og því getur hann verið alveg út af fyrir sig. Boxarinn er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega en nóttin í slíkri villu kostar um eina milljón króna.
Floyd virðist hafa komið til landsins í morgun því hann birti mynd af sér í gærkvöldi þar sem hann var fyrir framan einkaþotu sína með öryggisverði sér við hlið.
Kappinn virðist ætla að verða á faraldsfæti á næstunni því í færslunni í gærkvöldi sagðist hann vera á leið að skoða heiminn, en fyrsta stopp væri Ísland.
Mayweather er með yfir tuttugu milljónir fylgjenda á Instagram og því er um ágætis landkynningu að ræða.
View this post on Instagram
Time to do what I do best…explore the world! First stop, Iceland. #BlueLagoon #AIRMAYWEATHER
https://www.instagram.com/p/Bodz8y_gPxG/?utm_source=ig_web_copy_link