Útgáfufyrirtækið figureight fékk nýlega tvo nýja bandaríska listamenn á mála hjá útgáfunni, þá Randall Dunn og Tōth. Nú eru komin út lög og myndbönd frá þeim báðum.
Randall Dunn er best þekktur sem upptökustjóri, en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Sunn, Tim Hecker, Earth og fleiri. Í lok síðasta árs vann hann náið með Jóhanni Jóhannssyni og má heyra hluta þeirra samstarfs í hljóðheimi kvikmyndarinnar Mandy sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum.
figureight mun gefa út fyrstu sólóplötu Randall Dunn – Beloved þann 9 nóvember, en fyrsta lagið af plötunni, Something About That Night, er komið út. Frank Fischer úr hljómsveitinni Algiers syngur og myndbandið gerir tyrkneski leikstjórinn Mu Tunc.
Hægt er að forpanta plötuna sem niðurhal og á vinyl hér.
Fylgja má með Randall Dunn á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram og Twitter.
Alex Toth hefur komið víða við og unnið með listamönnum á borð við Kimbra og Cuddle Magic, en hann er sennilega þekktastur sem helmingur hljómsveitarinnar Rubblebucket sem hefur gert garðinn frægan í Bandaríkjunum undanfarin ár. Tōth er nýtt sólóverkefni hans og er plata væntanleg með nýju ári, mixuð af Andrew Sarlo (Big Thief, Nick Hakim).
Nú má heyra fyrsta tóndæmi plötunnar Copiloten lag og myndband var frumflutt á tónlistarvefnum Gorilla vs. Bear.
Fylgja má Tōth á samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram og Twitter.