Þegar kemur að kynlífi þá eigum við til að flækja það um of, allt frá nýjum stellingum, sem sumar hverjar krefjast þess að maður sé liðamótalaus og endalausu úrvali kynlífsleikfanga og hjálpartækja.
Besta ráðið hins vegar til að bæta kynlífið, og þetta hafa sérfræðingar ráðlagt, er einfalt: að hafa ljósin kveikt þegar kynlíf er stundað.
Að hafa ljósin alltaf slökkt veldur því að tilfinningatengslin við makann og/eða kynlífsfélagann dofna. Kynlífsfræðingurinn Megan Stubbs segir að þó að aðferðin sé einföld, þá geti verið erfitt að breyta, ef fólk er vant því að vera alltaf með ljósin slökkt.
„Fyrir suma er hugmyndin skelfileg, en þegar þú deilir með makanum því sem þú ert viðkvæmur fyrir, þá dýpka tengsl ykkar. Þegar ljósin eru kveikt þá eruð þið að horfa á hinn einstaklinginn og augnsamband í kynlífi kyndir svo sannarlega upp í hlutunum.
Þú tengist makanum betur og það góða er að þessi tenging virkar áfram eftir að kynlífinu (athöfninni) lýkur.“