fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 27. október verður Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þá gefst gestum sýningarinnar taka þátt með því að syngja með þessari vinsælu tónlist og klæða sig upp í föt sem tengjast sýningunni.

Íslenskum textum laganna verður varpað á skjái sitthvoru megin við sviðið, en þessa texta samdi Bragi Valdimar Skúlason sérstaklega fyrir uppfærslu Borgarleikhússins.

Rocky Horror var frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á þessu ári. Sýningin sló miðasölumet í febrúar þegar 4580 miðar seldust á sérstökum forsöludegi en þá voru þegar 13 sýningar uppseldar. Nú hafa rúmlega 32 þúsund manns séð sýninguna.

Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni, hlutverk Frank N Furter, en hann lék þetta hlutverk síðast í uppfærslu MH á söngleiknum árið 1991. Aðrir leikarar í sýningunni eru Valdimar Guðmundsson (Eddie), Arnar Dan Kristjánsson (Rocky), Björn Stefánsson (Riff Raff), Brynhildur Guðjónsdóttir (Magenta), Halldór Gylfason (sögumaður), Haraldur Ari Stefánsson (Brad Majors), Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Dr. Scott), Vala Kristín Eiríksdóttir (Columbia) og Þórunn Arna Kristjánsdóttir (Janet Weiss).

Miðasala á Sing-a-long- og búningasýninguna er hafin á borgarleikhus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum