fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Mótþrói í Miðborginni – Ljóð í tilefni fullveldisafmælis

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 11:30

Fríða Ísbert í Iðnó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands opnar Bókmenntaborgin Reykjavík októbermánuð með ljóðaviðburðinum Mótþróa í Iðnó og gefur í leiðinni út tvær ljóðaarkir með ljóðum sem ort voru í tilefni fullveldisafmælisins.

Ljóðin voru ort í ritsmiðjum í maí og júní sem haldnar voru í tveimur skáldahúsum, Gröndalshúsi í Reykjavík og Skriðuklaustri í Fljótsdal. Smiðjurnar voru undir stjórn ljóðskáldsins Fríðu Ísberg sem einnig er ritstjóri ljóðverksins.
Skáldin komu saman og ræddu fullveldi þjóðar og fullveldi/sjálfstæði einstaklingsins og hvernig skilningur okkar á hugtökunum hefur breyst frá árinu 1918.

Smiðjurnar voru framkvæmdar með styrk frá Fullveldissjóði Íslands.

Viðburðurinn er í Iðnó 1. október klukkan 20 og hefst með ávarpi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar og formanns stjórnar Bókmenntaborgarinnar. Fríða Ísberg flytur síðan stefnuyfirlýsingu Mótþróaskáldanna og loks flytja skáldin brot af verkum sínum. Á viðburðinum verður útgáfu ljóðverksins Mótþróa fagnað og fá gestir eintak af ljóðverkinu.

Skáldin eru: Anna Hafþórsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Ella Wiberg, Eydís Blöndal, Fríða Ísberg, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Nanna Vibe, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sólveig Eir Stewart, Stefanía dóttir Páls, Úlfur Bragi Einarsson, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.

Mótþrói í Vonarstræti

Ljóðverkin lifa áfram í Bókmenntaborginni út októbermánuð á vegg Ráðhússins í Vonarstræti þar sem þeim verður varpað upp í hauströkkrinu.

Nánar um smiðjustjórann og ritstjóra ljóðverksins Mótþróa, Fríðu Ísberg:

Fríða Ísberg er fædd árið 1992. Hún lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún tilheyrir sex-kvenna-ljóðakollektívinu Svikaskáld, en þær gáfu út ljóðabókina Ég er ekki að rétta upp hönd 2017 og Ég er fagnaðarsöngur 2018. Hún skrifar bókmenntarýni fyrir Times Literary Supplement. Árið 2017 hlaut hún nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir sína fyrstu ljóðabók, Slitförin. Slitförin kom út hjá Partusi haustið 2017. Fríða hlaut Verðlaun Bóksala 2017 fyrir bestu ljóðabókina og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2018 fyrir fyrrnefnda bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“