fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Barbra Streisand skýtur föstum skotum á Trump – „Ekki ljúga að mér“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barbra Streisand gaf á fimmtudag út nýtt lag, Don´t Lie to Me og í laginu sem er mjög pólitískt skýtur föstum skotum að Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Lagið er mjög í anda Streisand, veglegt tónaflóð þar sem reynir á kraftmikla rödd söngkonunnar, svona í takt við flest hennar lög. En í þetta sinn beinir hún orðum sínum til Trump og alls ekki undir rós.

You can build towers of bronze and gold.
You can make castles in the sky.
You can use smoke and mirrors and old
cliches don’t lie to me.

How do you sleep when the world keeps turning?
All that we built has come undone
How do you sleep when the world is burning?

Í viðtali við Billboard á fimmtudag sagði Streisand að henni finndist kominn tími til að setja pólítískar skoðanir sínar inn í tónlist sína.

Ég hef skrifað margar greinar um þennan, þennan einstakling, sem hefur enga mannasiði, móðgar alla, gerir grín að fólki með fötlun.

Hvað get ég sagt, ég var búin að skrifa svona 15 greinar um málefnið, hvað gat ég gert meira? Þetta eru mín mótmæli, ef svo má segja, um áður óþekkta tíma í sögu okkar.

Lagið kemur út á plötunni Walls þann 2. nóvember, sem er fyrsta plata Streisand með frumsömdu efni síðan 2005 og er lagið Don´t Lie to Me eitt af nokkrum pólitískum lögum plötunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu