Farsinn innan Orkuveitu Reykjavíkur er flestum kunnur. Ekki eru öll kurl komin til grafar en á meðan rannsókn stendur yfir tók Helga Jónsdóttir við starfinu tímabundið. Ráðgert er að Helga, sem er fyrrverandi stjórnarformaður hjá eftirlitsstofnun EFTA og bæjarstjóri í Fjarðabyggð, muni sinna starfinu í tvo mánuði. Bróðir Helgu er hinn þekkti hæstaréttarlögmaður Gestur Jónsson sem hefur getið sér gott orð við að verja þekkta menn úr viðskiptalífinu eins og Sigurð Einarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Systkinin eru alls fjögur talsins og er Gestur elstur þeirra. Foreldrar þeirra eru þau Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður og sýslumaður í Reykjavík, og Hólmfríður Gestsdóttir húsfrú.