fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Frumflutningur á verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. september 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski orgelleikarinn James David Hicks heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag kl. 17, þar sem hann frumflytur meðal annars verk eftir tvö íslensk tónskáld, Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson. 

Yfirskrift tónleikanna er Norræn orgeltónlist, en James hefur undanfarin ár lagt ríka áherslu á að auðga orgelbókmenntir Norðurlandanna með þvi að panta verk frá norrænum tónskáldum. Þessi verk hefur hann einnig hljóðritað fyrir geisladiska á mörg frægustu orgel Norðurlandanna og mun hann taka upp geisladisk á Klaisorgel Hallgrimskirkju á næstunni sem kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Pro Organo.

James David Hicks

Á tónleikunum á laugardaginn frumflytur James D. Hicks meðal annars orgelverkin Lingua (2018) eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Himna smiður (2017) eftir Sigurð Sævarsson, sem hann pantaði frá þeim.

Tónleikarnir eru frábær vitnisburður um mikinn áhuga Hicks á norrænni tónlist, en hann leikur einnig verk eftir Kristian Blak, Fredrik Sixten, Nils Lindberg, Lars Karlsson (frumflutningur), Anders Börjesson, Jesper Madsen og Fantasía um Ísland, farsæla frón eftir  Hildigunni Rúnarsdóttur.

James D. Hicks er fæddur í Bandaríkjunum og lauk meðal annars prófgráðum í tónlist við háskólana í Yale og Cincinatti, en hann starfaði meðal annars í 26 ár við Biskupakirkjuna í Morristown í New  Jersey. Hann hefur haldið tónleika víða um heim og á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að Norðurlöndunum þar sem hann hefur einnig dvalið við upptökur og tónleikahald.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu